Þau standa vaktina

20. júlí 2019

Þau standa vaktina

Sölvi Hilmarsson og Eva Björk Kristborgardóttir standa vaktina

Á Skálholtshátíð er mikið um að vera. Ekki einasta tónleikahald, hátíðarguðsþjónusta og ræðuhöld úti í kirkju heldur þarf líka einhver að standa vaktina í eldhúsi staðarins. Það er hjarta hússins.

Matur er mannsins megin, er sagt. Þau Sölvi Hilmarsson og Eva Björk Kristborgardóttir sjá um matseld í eldhúsi Skálholts. Alltaf verður eitthvað að vera á takteinum fyrir gesti og gangandi.

Tíðindamaður kirkjan.is leit í eldhúsið til þeirra í dag. Léttur andi og ilmandi sveif yfir pottum og pönnum. Þegar matur er framreiddur með gleði og umhyggju þá verður hann góður.

Það er mikil ábyrgð sem hvílir á Evu Björk og Sölva sem njóta aðstoðar nokkurra starfsmanna við matartilbúning. En þau bera ábyrgðina. Allt er í röð og reglu, hreinlegt og myndarlegt. Hér er fagfólk á ferð.

Í kvöld verður mannfagnaður í Skálholti eins og venja er í kringum Skálholtshátíð. Matseðillinn getur vart íslenskari verið: villtur lax úr Hvítá með íslensku blómkáli og spergilkáli. Og að sjálfsögðu nýjar íslenskar kartöflur með og íslenskt smjör. Í eftirrétt er svo skyrkaka.

Spurður hvort aðstaðan sé ekki góð í eldhúsi Skálholts kveður Sölvi já við því. En verður litið á tröppurnar úr neðra eldhúsi upp í það efra og segir með bros á vör að þær komi í stað fjallgönguferða.

Þau Sölvi og Eva Björk standa vaktina í Skálholti með miklum sóma.

Villtur lax úr Hvítá

Nýjar íslenskar kartöflur


  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...